Gestabókin

Myndir

Spjall
Nafn:

URL eda E-mail:

Skrifadu:(broskallar)

Linkar
Finnur brósi
Bjorgvin brósi
Eiki frændi
Kallinn minn
Sunna krúsa

Beggi Beib
Helgi litli
Tóda skviza
Kristján Frændi

Hafdu samband
e-mail til min.

Gamalt blogg

This page is powered by Blogger.

3.11.04
Hóhóhó!

Sorry elsku krúsídúllurnar mínar hvað ég blogga sjaldan. Málið er það að við erum ekki með netið heima og því kemst ég mjög sjaldan á netið. Því var nú ver og miður! Það er lítið að frétta af mér. Ég er bara alltaf að vinna eða mjög mikið sem er alveg ágætt peningalega séð en ömurlegt því ég sé Árna sjaldan. Ég er í vaktavinnu en hann á popp tíví frá kl 9-14 og á fm frá kl 14-21 þannig að við hittumst rétt á kvöldin og morgnana!:( Hey já, við vorum að kaupa okkur bíl, Wolswagen passat 99 árg. Þetta er topp bíll nema mér finnst liturinn frekar óheillandi, hann er dökk grár. Mér finnst ljóa grái flottari eða silfurlitaði eins og það kannski kallast. En þetta er bara bíll og kemur manni þangað sem manni langar. Svo erum við búin að kaupa okkur þvottavél, hillusamstæðu, skrifborð og fleira, ég er mjög ánægð með það. Ég er bara að bíða þar til við flytjum úr þessari íbúð því ég fer að verða gráhærð af geðveiki. ;/ Sko, við erum á annari hæð í blokk og á fjórðu hæð er snargeðveikt fífl (ég er ekki að grínast, hann er geðveikur) Þegar maður t.d liggur upp í sófa í sakleysi sínu þá tekur þessi geðveiki upp á því að fara að öskra og öskra og öskra! Ég er ekki að grínast með að það er eins og hann standi í næsta herbergi við okkur hann er það hávær. Og svo er hann oft með tónlistina í bptni. Ohh...ég er orðin geðveikt pirruð á þessu helvítis gerpi. Ég held að það endi með því að ég fari þarna upp til hans og virkilega drep hann. Ég vona að við finnum íbúð sem fyrst því ég nenni ekki að hanga lokuð inn í fangelsi. Þið skiljið mig, er það ekki? Annars er ég að fara austur um helgina og ég get ekki beðið. Hitta familíuna!:) Ég bið að heilsa í bili.

P.S ég ætla að reyna að fara að blogga meira.

See y'a;)

posted by Kolbr� 16:39
1.8.04
Þjóðhátíð í Ejym júhú! ;) Ég kom í gær hingað á þjóðhátíð eftir langa bið. Fékk mér fyrsta bjórinn svolítið seint eða um klukkan 9 leytið í gærkvöldi. ;) Léleg! Ég sá helling af austfirðingum, sérstaklega við litla sviðið þar sem allir gömlu kallarnir spila.:) Mér tókst að fljúga á hausinn í brekkunni, það var búið að rigna svoldið mikið. En ástæðan var nú ekki bleytan heldur var það Sjöfn minni að þakka! Ég var að leiða hana niður brekkuna, hún datt og dró mig með sér og ég meiði mig sko í vinstri rasskinninni, takk Sjöfn elskan mín.;) Annars er ég bara að sötra kók í dós núna og er að hugsa um að drífa mig aftur út í sólbað í þessum hita.Ég ætla bara að hafa þetta stutt í dag!
Þangað til næst...

Kolla í beinni frá Vestmannaeyjum!

posted by Kolbr� 02:04
13.7.04
HÆ GÆS!
Hvað segiði þá? Ég er upp í vinnu hjá Árna kl rétt að verða 2 að nóttu til. Úff...ég var sko búin að vinna klukkan 20:00 og ákvað að hendast til Árna míns í vinnuna því ég nennti ekki heim. hann er að klára að gera annað myndbandið fyrir
lovegurur og það gengur held ég bara vel, ég er reyndar ekki mikið búin að tala við kallgreyið mitt því ég er sko búin að hanga í tölvunni og gera varla shit. ;/ Annars er lítið að frétta af mér, ég er bara alltaf að vinna á þessu ógeðslega landi. Mig langar svo að fara að flytja héðan strax. Er orðin eitthvað svo leið á lífinu og öllu saman bara....nema Árna og ættingja mína sko.;) Stundum langar mig bara að gera eins og Þyrnirós: Sofa í heila öld. :) Hehe....nei, segi kannski ekki alveg satt núna sko. Trúðuð þið þessu kannski? Haha....aular! Annars er lítið að frétta, ekkert að gerast. Jú, það kom smá upp á í vinnunni í dag, eitthvað sem ég get ekkert verið að segja hér. Það varð allavega næstum því til þess að allir löbbuðu út frá vinnustaðnum! Frekar leiðinlegt mál. Ég er annars orðin frekar þreytt núna og langar svolítið heim upp í sæng og undir rúmið.....eða kannski öfugt? Eða hvað? Hvernig var þetta hjá Færeyingum? Hehe...ég verð að fara að pissa, úff. Endilega skrifiði í gestabókina mína, það yrði vel þegið elskurnar.;)
Bæjó í bili.

Kolla out!
posted by Kolbr� 18:54
27.3.04
Hei alijúbba! Ég veit hvað þið hugsið núna...."hmmm, er Kolla virkilega búin að blogga. Það er nú eitthvað skrítið því hún bloggar ALDREI" Er það ekki annars? Ég er eiginlega bara alveg hætt að nenna blogga. Ég hef frá litlu að segja, jú ég keypti mér síma um daginn svona nokia 3200, ekkert smá flottur. Það er vasaljós á honum og alles, myndavél og sonna. Ég er ekkert smá ánægð með hann.:) Annars er ég bara búin að vera alein heima í ca viku því Árni fór út til Danmerkur að taka próf og strákurinn minn náði auðvitað báðum prófunum , dúlegur dáku. Núna er hann í San Fransisco í skólaferðalagi, ég ætla að vona að hann skemmti sér rosalega vel þar. Ég sakna hans ekkert smá mikið, hann ætlar að kaupa soldið handa mér sem fæst ekki hér á Íslandi.:) Ég veit sko ekki hvað það er þannig að það á að koma á óvart. Vííííí, ég get ekki beðið. Ég var að heyra júróvísjon lagið allt í fyrsta skiptið í dag og mér finnst það bara frekar flott, mér finnst það eitthvað svo djúpt, það snertir mann svo....(Kolla, þú ert orðin væmin, gerðu fólkinu greiða og hættu því.) Það er náttúrulega ekkert nema flottur maður sem syngur fyrir okkar hönd eða hann Jónsi í svörtum fötum og svo er náttúrulega (hvað segir maður) platfrændi hvað það kallast annars sem samdi sko lagið. :) Ekkert smá röffaðslega kúl. Jeeeee.......Soffía, Heiða og Svana ætla að koma heim til mín í kvöld að sötra bjór og svo fer maður líklegast eitthvað í bæinn.:) Þannig að þið fólk sem verður niðrí bæ í kvöld, ekki vera fyrir því HERE I COME. :) Ég ætla að fara að hætta þessu í bili. Bless, bið að heilsa í bili.;)
posted by Kolbr� 09:35
20.2.04
Loksins nenni ég að blogga en ég er nú ekki viss um að þetta verði langt hjá mér í dag því miður. Það er reyndar ekki mikið að frétta af mér nema það að ég er að vinna í shell en er reyndar að fara að hætta þar og fara að vinna á american style og vera hjá Árna mínum.:) Hann er að vinna hjá norðurljósum við að klippa video og sonna. Ég get varla beðið eftir að sjá hann.:) Það er reyndar mjög stutt síðan ég var hjá honum en ég fór til hans í fimmtudaginn fyrir viku og var fram að mánudag. Við fórum á hlustendaverlaun fm 957 og það var ekkert smá gaman og svo á laugardagskvöldið fórum við í svaka party í boði norðurljósa á nordica hóteli og við skemmtum okkur ekkert smá vel þar. Það var svona mexikósk þema, strákarnir fengu skegg og stelpurnar fengu fegrunarblett og blómateygju um hendina. Annars er ég bara að hugsa um að fara í sturtu og vera fín fyrir Eskifjarðarferðina sem ég er að fara í.:) Ég ætla að sækja Helga í skólann svo förum við á Eskifjörð í Kirkjugarðinn allavega og svo bara eitthvað að slæpast. Ég ætla að enda þetta með afmæliskveðju til Björgvins Bróðir en hann er 24 ára í dag. Til hamingju Björgvin.
posted by Kolbr� 04:39
1.2.04
Jæja krakkar mínir, ég er komin á stjá aftur eftir allt of langt bloggfrí. Það er svosem lítið að frétta af mér nema það að ég er farin að vinna í shell hér á Egilsstöðum og verð hér í örfáa mánuði en þá flyt ég til Reykjavíkur til hans Árna míns. Ég fæ mjög sennilega vinnu á american style þegar ég flyt suður. Við/Árni er búin að fá íbúð sem er einmitt beint á móti american style:) sem er einmitt mjög gott sérstaklega ef ég fer að vinna þar, þá get ég bara lagt af stað 2 mínútur í mætingu. Ahhh það er ekkert smá þægilegt. En svo getur þetta líka verið hættulegt, þar sem að american style er beint á móti blokinni sem Árni er í þá getur maður freistast allt of oft að fara þangað.;/ En ég ætla að hafa þetta stutt í dag, pabbi er nefnilega í heimsókn hjá okkur og ég ætla að fara að spjalla við hann. Spæjó.
Þangað til næst....
posted by Kolbr� 06:31
25.12.03
Fyrir hönd míns vil ég bjóða öllum (þssum 2) sem lesa síðuna mína gleðilegra jóla og hafiði það sem allra allra best yfir hátíðarnar.;)
posted by Kolbr� 09:40



upp                                                                 

að skoða